Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, hefur ráðið Eggert Sólberg Jónsson sem verkefnastjóra Reykjanes GeoPark en alls bárust 32 umsóknir um stöðuna.

Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa skrifað undir samkomulag um stofnun jarðvangs á Reykjanesi sem hefja mun umsóknarferli til European Geoparks Networks.

Eggert er með meistarapróf í þjóðfræði og sat m.a. í undirbúnings- og verkefnahópi um Kötlu jarðvang auk þess sem hann hefur starfað sem forstöðumaður Kötluseturs.