*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Fólk 15. maí 2012 10:05

Eggert til Ergo

Eggert Páll Ólason lögfræðingur hefur gengið til liðs við Ergo lögmenn sem meðeigandi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Eggert Páll Ólason lögfræðingur hefur gengið til liðs við Ergo lögmenn sem meðeigandi.

Hann hefur lengi starfað í fjármálageiranum, fyrst hjá Kaupþingi banka á árunum 2004 til 2007 og svo hjá Landsbankanum. Frá 2009 hefur hann verið yfirlögfræðingur Landsbanka Íslands hf.

Sérsvið Eggerts eru m.a. viðskiptabréfaog verðbréfaréttur, afleiður, lánasamningar og fjármunaréttur. Hann er einnig löggiltur verðbréfamiðlari.