Þyrlufyrirtækið Vesturflug stofnaði í byrjun janúar sl. nýtt fyrirtæki, Reykjavík Helicopters ehf. Tilgangur félagsins er sagður alhliða flugrekstur og skyld starfsemi.

Sigtryggur Leví Kristófersson, sem er framkvæmdastjóri beggja félaganna, segir í samtali við Viðskiptablaðið að stofnun Reykjavik Helicopters komi til vegna aukinna umsvifa og tilgangur félagsins sé að einkenna sig við Reykjavík, en alþekkt sé að þyrlufyrirtæki kenni sig við sínar heimaborgir. Vesturflug er í eigu þeirra Sigtryggs Leví, sem á 2% í félaginu og Jóns Arnar Valssonar sem á 97,55 hlut. Aðrir eiga 0,5% hlut.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.