Búist er við því að Sport Direct International, einn stærsti sportvörusmásali Bretlands, muni um helgina tilkynna um uppsögn samnings við að svissneska bankann Credit Suisse sem helsta miðlara sinn og félagið muni í framhaldinu færa viðskipti sín til Kaupthing Singer & Friedlander.

Sport Direct er í eigu breska milljarðamæringsins Mike Ashley, sem á og rekur fjölda af sportvöruverslununum en Ashley er jafnframt eigandi breska knattspyrnuliðsins Newcastle United.

Breska blaðið Times greinir frá þessu á vef sínum í dag og segir Kaupthing Singer & Friedlander sérhæfa sig í smærri fyrirtækjum og tekur fram að tengt er skylt Baugi. Í frétt Times kemur fram að stjórn félagsins hafi samþykkt ákvörðunina samhljóða.

Þá kemur fram að Credit Suisse hafi  – með aðstoð bandaríska fjárfestingabankans Merrill Lynch - séð um skráning Sports Direct á markaði í London árið 2007 en síðan þá hafa hlutabréf í félaginu lækkað um þriðjung. Merrill Lynch - sem aðallaga sá um ráðgjafaþjónustu við skráninguna – mun áfram þjónusta félagið á verðbréfamörkuðum.

Ashley er þekktur fyrir lítil og jafnvel engin samskipti fjölmiðla og segir Daily Telegraph að samstarfið við Credit Suisse hafi stirt hingað til vegna þessa. Daily Telegraph segja Ashley „fara í taugarnar“ á ýmsum fjárfestum þar sem hann sinnir almannatengslum eins lítið og hann mögulega kemst upp með og hafa greiningaraðilar í fjármálalífi Bretlands kvartað bæðu undan því að fá aldrei að vita hvað Ashley sé að taka sér fyrir hendur og eins hafa þeir og aðrir fjölmiðlar kvartað undan því að hafa léleg tengsl við Ashley og félög hans.