Þann 1. mars, síðast liðinn, tóku nýir eigendur við rekstri Spænsk / Íslensku fasteignasölunnar Perla Investments á Costa Blanca ströndinni á Spáni.

Perla Investments var stofnuð á Spáni árið 1999 af hjónunum, Auði Hansen og Orra Ingvasyni.

Hinir nýju eigendur eru hjónin, Björn Þór Svavarsson og Sigrún Jóna Andradóttir og hjónin Sveinbjörn Egilson og Sara Hermannsdóttir. En Sveinbjörn og Sara ráku leigumiðlunina Spánaríbúðir frá ársbyrjun 2006 og Sveinbjörn hefur starfað hjá Perla Investments frá 1. maí 2007 eftir samruna Perla Investments og Spánaríbúða.

„Perla Investments er með sölusamninga við marga af virtustu byggingaraðilunum hér á svæðinu og er einnig með fjölmargar notaðar eignir á söluskrá. Lögð er áhersla á að bjóða eingöngu vandaðar eignir til sölu á hagstæðum verðum. Sem fyrr er boðið upp á persónulega þjónustu sem er sniðin að þörfum hvers og eins,“ segir í tilkynningu frá félaginu.