Sunnlenska fréttaveitan ehf., sem er í eigu Sigmundar Sigurgeirssonar og fjölskyldu, hefur keypt Sunnlenska fréttablaðið af Guðmundi Karli Sigurdórssyni og Jóhönnu S. Hannesdóttur að því er kemur fram í nýjasta eintaki blaðsins. Sunnlenska fréttablaðið er útbreiddasta og stærsta fréttablað Suðurlands. Blaðið er selt í áskrift og lausasölu.

Í blaðinu kemur fram að ekki séu ráðgerðar stórfeldar breytingar á starfsemi blaðsins og verður Guðmundur Karl áfram lykilmaður í útgáfu þess að sögn Sigmundar.