Stjórn Hampiðjunnar leggur til að hluthafar fái 54 aura í arð vegna afkomunnar í fyrra. Þetta gerir arðgreiðslu upp á rétt rúmar 262,7 milljónir króna.

Fram kemur í tillögum stjórnar fyrir aðalfund að síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 28. mars, þ.e. viðskipti sem fara fram á þeim degi koma fram í hlutaskrá félagsins á arðsréttindadeginum 2. apríl.  Arðleysisdagurinn er 31. mars. næstkomandi.

Helstu hluthafar Hampiðjunnar eru félögin Vogun og Fiskveiðahlutafélagið Venus. Síðartalda félagið á Vogun. Það er svo í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur. Samtals eiga þremenningarnir því 52,2% hlut beint í Hampiðjunni. Miðað við það fá þau 137 milljónir króna af heildararðgreiðslunni.

Aðrir hluthafar eru félögin Feier, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Ingibjörg Björnsdóttir og fleiri. Samtals eiga 10 stærstu hluthafar Hampiðjunnar 84,67% hlut í félaginu.