Baugur og aðrir eigendur Dagsbrúnar Media, sem gefur út danska fríblaðið Nyhedsavisen, hafa ákveðið að auka eigið fé félagsins um 186 milljónir danskra króna, eða um 2,2 milljarða króna. Þetta kemur fram í frétt danska viðskiptablaðsins Børsen.

Í  fréttinni segir að eiginfjáraukningin sé tæplega helmingur af þeirri upphæð sem eigendur hafa samþykkt að fjárfesta í Dagsbrún Media, sem nam 406 milljónum danskra króna.

Danska fagtímaritið Journalist telur að það þurfi að borga 1,8 milljón danskra króna á dag með Nyhedsavisen til að halda sjó í danska fríblaðastríðinu.