Brimborg tapaði tæpum 183 milljónum króna á síðasta ári. Þrátt fyrir taprekstur er afkoman betri en árið 2012 þegar félagið tapaði 386 milljónum.

Eigið fé félagsins nam 612 milljónum króna um áramótin og jókst mikið milli ára því árið 2012 nam það 8 milljónum. Rekja má aukningu á eigin fé að mestu til endurmats fastafjármuna. Eiginfjárhlutfall félagsins var 11,9% í lok síðasta árs.

Fjórir stærstu hluthafar í Brimborg eru stjórnarformaðurinn Jóhann Jón Jóhannsson (33,13%), forstjórinn Egill Jóhannsson (26,81%), Arnór Guðbrandur Jósefsson (15,99%) og Margrét Egilsdóttir (13,15%).