Fólk í sólinni-Neysla
Fólk í sólinni-Neysla
© BIG (VB MYND/BIG)
Starfsmenn um 2% bandarískra fyrirtækja taka ekki hefðbundin sumarfrí heldur ráða vinnutíma sínum alfarið sjálfir. Mörg fyrirtæki eru með sveigjanlegan vinnutíma yfir daginn og hefur þetta frelsi verið tekið skrefinu lengra með því að leyfa fólki að ráða hvaða daga það mætir til vinnu. Samkvæmt Wall Street Journal er starfsfólk farið að vinna mun meira utan venjulegs vinnutíma. Það vinnur verkefni sem það þarf að klára innan ákveðinna tímamarka og því getur það valið hvenær það sinnir þeim. Þetta frelsi á eingöngu við um fyrirtæki með mjög hæft starfsfólk sem vinnur sem traust heild.