Áætlað virði eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er um 240 milljónir króna samkvæmt eignarlista sem hann skilaði inn til breskra dómstóla og Viðskiptablaðið hefur undir höndum. Á listanum er einnig nefnd fasteign við Hverfisgötu 10, sem hýsir 101 Hótel, og virði hennar sagt 591 milljón króna. Jón Ásgeir hélt því þó fram að fasteignin sé í eigu eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, og eigi því ekki að teljast til eigna hans.

Telja ótrúverðugt að eignir hafi rýrnað svona mikið

Jón Ásgeir gefur upp sex glæsibifreiðar, sex fasteignir eða jarðir, bankainnstæður og örfá hlutabréf sem eigur sínar. Slitastjórn Glitnis, sem stefndi Jóni Ásgeiri og klíku viðskiptafélaga hans fyrir að ræna Glitni að innan, hefur lýst yfir efasemdum með það að eignalistinn innihaldi allar eigur Jóns Ásgeirs.

Slitastjórnin bendir meðal annars á að eignir Jóns Ásgeirs hafi verið metnar á um 600 milljónir punda, um 113 milljarða króna, skömmu fyrir hrun. Ótrúverðugt sé að þær séu nú einungis um 1/600 af því sem eignirnar voru þá.

Listi yfir eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem hann skilaði inn til breskra dómstóla.

Breskar eignir:

Bankareikningar:

Bankareikningur  hjá Coutt’s:   £30,675.89 (ISK5,8m) 5.7. 2010 Bankareikningur hjá Coutt’s:     £71.53  (ISK13.400) 5.7. 2010

Bílar:

Range Rover, áætlað virði: £15,000 (ISK2,8m) Rolls Royce Phantom, áætlað virði: £90.000 (ISK17m). Bílinn er skráður á Jón Ásgeir en hann heldur því fram að um afmælisgjöf sé að ræða frá eiginkonu sinni, Ingibjörgu Pálmadóttur. Aston Martin, áætlað virði: £40.000 (ISK7,5m) Bifreiðin er í söluferli.

Hlutabréf:

Hlutabréf í  JMS Partners, sem metin eru á £32.000 (ISK6m) samkvæmt tilboði hinna tveggja eigenda félagsins (Gunnar Sigurðsson, fyrrum forstjóri Baugs, og Don McCarthy, stjórnarformanns House of Fraser). Til stendur að selja hlutabréfin.  Þangað til að það gerist er Jón Ásgeir launaður stjórnarmaður í félaginu.

Íslenskar eignir

Fasteignir:

Laufásvegur 69, áætlað virði: £600.000 (ISK113,5m) Hverfisgata 10, áætlað virði: £3.125.000 (ISK591m)* Jörð  í Skagafirði, áætlað virði: £73.000 (ISK13,8m) Vatnsstigur, áætlað virði:  £182.395 (ISK34,4m) Mjóanes á Þingvöllum, áætlað virði:  £40.000  (ISK7,5m) Skíðaskáli á Langjökli,  áætlað virði: £11.000 (ISK2m)

Hlutabréf:

Þú Blásól, áætlað virði: 0 Gaumur ehf, áætlað virði: 0 101 Chalet ehf, áætlað virði: 0 Bankareikningar: Glitnir: ISK2,2m Byr:  ISK0,5m Arion: ISK0,1m

Bílar:

Range Rover 1, áætlað virði: £20.000 (ISK3,7m) Range Rover 2, áætlað virði: £20.000 (ISK3,7m) Bentley, áætlað virði: £70.000 (ISK13,2m)

*Jón Ásgeir heldur því nú fram að fasteignin Hvergisgata 10 sé í eigu eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur.