Skiptum er lokið í félaginu Öskjuhlíð ehf. og fengust engar eignir upp í 385,4 milljóna króna kröfur. Öskjuhlíð var í 100% eigu FS25 ehf., sem aftur var í eigu Rúnars Kristjánssonar. Stjórnarmenn í FS25 voru þau Rúnar og Björk Sigurðardóttir. Öskjuhlíð ehf. átti svo tæpan 40% hlut í Keiluhöllinni á móti Aðhaldi ehf., sem var í eigu Rúnars og FS25.

Árið 2010 var nafni Keiluhallarinnar ehf. breytt í K 2010 ehf. og nafni félagsins Allir Saman ehf. breytt í Keiluhöllin ehf. Það félag er í 83% eigu Bjarkar Sigurðardóttur og hefur tekið yfir rekstur Keiluhallarinnar frá K 2010 og Öskjuhlíð.