Eignasafn sem helstu vogunarsjóðir heims stýra hefur aukist um 18% síðan í apríl og er andvirði þess nú talið vera tvær billjónir (e.trillion) Bandaríkjadala, sem samsvarar 137 billjónum króna (137 þúsund milljarðar), segir í viðskiptaritinu HFM.

Könnunin byggir á svörum 57 þjónustuaðilum, sem þjónusta alla helstu vogunarsjóði heims, segir í fréttinni.

Á síðasta ári óx þessi tala um 53%, samanborið við 37% árinu áður.

Talan sem HFM birtir er talsvert hærri en aðrir greiningaraðilar hafa birt, Hedge Fund Research segir að talan hafi verið 1,3 billjónir Bandaríkjadala í september og HedgeFund Intellegence 1,5 billjónir í mars.