Tímaritið útnefnir árlega fyrirtæki fyrir framúrskarandi árangur og er þetta annað árið í röð sem bankinn fær viðurkenninguna „Best Investment Management Company“ á Íslandi.

Tímaritið metur árangur fjármálafyrirtækja með því að horfa meðal annars til gagnsæis, frammistöðu, áreiðanleika, gæða þjónustu, stjórnunarhátta og áhættumats, svo eitthvað sé nefnt. Eignir í stýringu MP Straums eru nú 100 milljarðar. Eignir í stýringu spanna helstu eignaflokka bæði hérlendis sem og á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.