Eignir ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 13,72 milljarða króna í lok júlí. Það stafar að miklu leyti af fækkun lánafyrirtækja en heildareignir þeirra námu 1.123 milljörðum króna. Til ýmissa lánafyrirtækja teljast Íbúðalánasjóður, fjárfestingarbankar, eignarleigur, greiðslukortafyrirtæki og fjárfestingarlánasjóðir.

Seðlabankinn birtir bráðabirgagögn um eignir lánafyrirtækja. Þar segir að hagtölur ýmissa lánafyrirtækja endurspegli einungis starfandi lánafyrirtæki. Kröfur á lánastofnanir hækkuðu um rúmlega 1,14 milljarða króna sem stafar af hækkun á kröfum á erlendar lánastofnanir.

Þá hækkuðu verðtryggð skuldabréf um 6,48 milljarða króna og námu um 847,8 milljörðum króna í lok júlí. Eignaleigusamningar námu rúmlegar 74 milljörðum króna og lækkuðu um rúma 15 milljarða í júlí.