Um 18% aukning varð á eigum lífeyrissjóðanna fyrstu 11 mánuði ársins 2006 miðað við eignir í árslok 2005. Eignir námu alls rúmlega 1.439 milljarða króna í nóvemberlok miðað við tæplega 1.220 milljarða króna í árslok 2005.

Aukningin nemur því um 219 milljarða króna eins og kemur fram í frétt á heimasíðu Landssambands lífeyrissjóða en hún byggir á samantekt Seðlabanka Íslands. Mesta aukningin var í erlendum verðbréfum eða 35,4%%. Sjóðfélagalán hafa aukist um 17,7% á umræddu tímabili og nema nú lán til sjóðfélaga um 7,6% af heildareignum sjóðanna.