Eik Banki Danmark, netbanki Eik Banka í Danmörku, hefur fengið heimild yfirvalda til að gefa út víkjandi og breytanleg skuldabréf til að styrkja eiginfjárstöðuna. Með þessu verður eiginfjárhlutfall dótturfélagsins í Danmörku styrkt úr 12,3% í 16,4%. Eiginfjárhlutfall móðurfélagsins styrkist um 1,8 prósentur í 11,8%.

Skuldabréfin, að fjárhæð 295,3 milljónir danskra króna, jafnvirði rúmlega 7 milljarða íslenskra króna, verða gefin út þann 30. júní og verða á 11,5% vöxtum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik Banka, sem er færeyskt félag sem skráð er í Kauphöllinni.