Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf. hefur verið falið að selja allt hlutafé í Eik fasteignafélagi hf. að því er kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.  Verður hlutaféð boðið takmörkuðum hópi fjárfesta á næstu vikum.

Félagið var stofnað á haustmánuðum ársins 2002 þeim tilgangi að kaupa og leigja fasteignir og strax við upphafi ársins 2003 voru eignir félagsins metnar á 2.7 milljarða króna. Félagið er í eigu Kaupþings banka. Stjórn félagsins er skipuð þeim Jakobi Bjarnasyni, Ingólfi Helgasyni og Maríu Sólbergsdóttur.

Hagnaður Eikar fasteignafélags nam 582 milljónum króna árið 2006 samanborið við 757 milljónir króna árið 2005. Leigutekjur félagsins námu 1.181 milljón króna á árinu 2006, þar af voru tekjur tengdar erlendum myntum um 185 milljónir króna.