Eimskip hefur opnað þriðju skrifstofu sína í Kína. Opnun skrifstofunnar 20. nóvember sl. er liður í þeirri stefnu að viðhalda þróun á flutningsneti félagsins á heimsvísu segir í frétt fyrirtækisins. Skrifstofan er staðsett í Shenzhen, borg nálægt Hong Kong, á Shenzhen höfn sem er næst stærsta gámahöfnin í Kína.

Starfsemi Eimskips í Shenzhen mun að mestu snúast um vörustýringu sjávarafurða ásamt því að auka og þróa viðskiptamöguleika hvað varðar ávexti og grænmeti.

Skrifstofan í Shenzhen mun afgreiða Guangzhou, Zhanjiang, Beihai and Haikou, svæði þar sem margar fiskvinnslur eru staðsettar. Í frétt félagsins kemur fram að markmið Eimskips er að byggja um allsherjar flutningakerfi á hverju svæði sem stýrt er frá Shenzhen skrifstofunni. Einnig er verið að leita að hentugu verkefni á sviði hitastýrðra flutninga í Suður-Kína.

Eimskip býður viðskiptavinum heildarlausnir í flutningum, þ.m.t. skipaflutninga, flugflutninga og landflutninga, með sérstakri áherslu á hitastýrða flutninga og geymslu, Eimskip rekur 157 starfsstöðvar í Evrópu, N-Ameríku, S-Ameríku og Asíu. Fyrirtækið er með 40-50 skip í rekstri, 1.350 flutningabíla og yfir 100 frystigeymslur. Starfsmenn eru um 8.500.