*

mánudagur, 18. nóvember 2019
Innlent 15. ágúst 2018 15:45

Eimskip siglir til Gdynia og Klaipeda með Makríl

Eimskip mun hefja siglingar beint inn á Gdynia, Póllandi og Klaipeda, Litháen. Þessar siglingar verða tímabundnar á meðan á makrílverðíðinni stendur.

Ritstjórn
Eimskip hefur byggt upp öflugt siglingakerfi með því að tengja heimamarkað félagsins, Norður-Atlantshafið, við nýja markaði í samvinnu við viðskiptavini sína.

Eimskip mun hefja siglingar beint inn á Gdynia, Póllandi og Klaipeda, Litháen. Þessar siglingar verða tímabundnar á meðan á makrílverðíðinni stendur. Sigla á fjórar ferðir til Gdynia og Klaipeda með makríl. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipum. 

Umsvif Íslendinga í Eystrasaltslöndunum og Póllandi hafa aukist undanfarin ár. Fyrirtæki og einstaklingar hafa aukið inn- og útflutning til og frá Eystrasaltslöndum, m.a. hefur uppsjávarfiskur verið fluttur til Póllands og Litháen. Nú sjá innflytjendur aukin tækifæri á hagstæðum viðskiptum í þessum löndum.

Helstu vöruflokkar sem Íslendingar hafa sýnt áhuga eru bygginga- og matvara. Eimskip hefur byggt upp öflugt siglingakerfi með því að tengja heimamarkað félagsins, Norður-Atlantshafið, við nýja markaði í samvinnu við viðskiptavini sína. Með þessari tímabundnu breytingu vonast Eimskip til að opna á frekari tækifæri með auknum sveigjanleika í siglingakerfinu en jafnframt góðri og áreiðanlegri þjónustu.

Stikkorð: Eimskip