Hátt í 3000 eintök af Grand Theft Auto 5 seldust í forsölu þegar hún fór fram á mánudag í síðustu viku. Leikurinn er nú uppseldur á lager en ennþá fáanlegur í einhverjum verslunum. Í heildina hafa um 6 þúsund eintök selst í heildsölu.

Leikurinn gerist í stórborginni Los Santos, þar sem úir og grúir af sjálfshjálparspámönnum, smástirnum og dvínandi stjörnum. Í borginni, sem áður var blómleg, berjast menn nú við að halda sér á floti á tímum efnahagsþrenginga og raunveruleikasjónvarps.

Í tilkynningu frá Senu segir að leikurinn stefni nú hraðbyri í að verða söluhæsta afþreyingarvara allra tíma á heimsvísu.