Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, bauð Einari K. Guðfinnssyni stöðu innanríkisráðherra sama dag og Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér embætti innanríkisráðherra. Þeir hafi síðan átt nokkur samtöl vegna málsins en í gær hafi Einar afþakkað stól innanríkisráðherra. Þetta kom fram í samtali Bjarna við fréttastofu RÚV.

Einar var ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokk á árunum 2005-2009, en hann er nú forseti Alþingis.

Ólöf Nordal góður kostur

Bjarni segir að komist hefði verið að endanlegri niðurstöðu í málinu um kvöldmatarleyti í gær. Hann kveðst ánægður með skipanina og segir Ólöfu njóta óskoraðs traust innan flokksins.

„Fyrst og fremst vildi ég fá einstakling sem nyti óskorað traust okkar sjálfstæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okkur. Hún hefur reynslu úr ráðuneytinu og er lögfræðimenntuð. Hún býr í Reykjavík en reykvíkingar höfðu aðeins einn ráðherra í þessum tveimur stóru kjördæmum," sagði Bjarni í samtali við RÚV.