*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 3. júní 2015 12:05

Eingöngu fyrir karlmenn og vindlar innifaldir

United Airlines flaug sex sinnum í viku tvo flugleggi þar sem sérstök þægindi voru um borð. Konur voru ekki velkomnar.

Ritstjórn

United Airlines bauð upp á flug á árunum 1953 til 1970 sem eingöngu karlmenn gátu keypt miða.

Flugleiðirnar voru tvær, millli New York og Chicago og milli Los Angeles og San Francisco, en þetta voru tíðir áfangastaðir viðskiptamanna í Bandaríkjunum á þessum tíma. Flogið var alla daga nema sunnudaga.

Konur voru ekki bara bannaðar um borð í þessum flugum, heldur líka börn. 

Sérstaklega góður matur var í boði og vindlar voru innifaldir í flugfargjaldinu. Þá voru einnig upplýsingar um verð á hlutabréfamörkuðum við lokun. Hluta af tímanum var þetta í samstarfi við Wall Street Journal.

Hér má sjá auglýsingu frá flugfélaginu.

 

Stikkorð: United Airlines United
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is