New York ríki vinnur nú að endurskipulagningu á öllum rekstri sínum og umfangi. Þegar hefur verið ákveðið að lækka launakostnað um rúmlega 20%. Þær aðgerðir blikna þó við hliðina á stórfelldri sölu á stúdentagörðum í eigu ríkisins sem eru verðmætasta eign þess.

Um er að ræða alls 64 svæði með íbúðum og útivistarsvæðum fyrir stúdenta. David Peterson ríkisstjóri telur að með þessu geti ríkið stigið mikilvægt skref í því að greiða niður skuldir.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um sölu á eignum ríkja Bandaríkjanna í Viðskiptablaðinu sem kom út 22. desember sl.