Einn nefndarmanna Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um síðustu vaxtalækkun bankans. Segir í fundargerðnefndarinnar að þessi nefndarmaður hafi verið sammála Seðlabanka um að þrengja vaxtaganginn. Hann lagði þó til að vextir yrðu lækkaðir um 0,25 prósentur minna en í tillögu eðlabankastjóra, „og þannig yrði miðja vaxtagangsins lækkuð um 0,75 prósentur í stað 1,0 prósentu,“ segir í fundargerðinni.

Tillaga seðlabankastjóra, sem var saþykkti, var sú að innlánsvextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentur í 3,5%; að að hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum og vextir á lánum gegn veði til sjö daga yrðu lækkaðir um 1,0 prósentu hvorir, í 4,25% og 4,5% hvorir um sig; og að daglánavextir yrðu lækkaðir um 1,5 prósentur, í 5,5%.

Fjórir studdu tillöguna en tveir hefðu kosið ögn breytta ákvörðun. „Af þessum tveimur nefndarmönnum hefði annar heldur kosið 0,25 prósentum minni lækkun á öllum vöxtum Seðlabankans, en hinn hefði heldur kosið 0,5 prósentum minni lækkun innlánsvaxta.“

Eins og áður segir greiddi einn atkvæði gegn tillögunni.

Fundargerð Peningastefnunefndarinnar vegna vaxtaákvörðunar 8. desember .