*

þriðjudagur, 26. maí 2020
Innlent 13. september 2019 11:00

Einróma um vaxtalækkun

Allir í peningastefnunefnd sammála um vaxtalækkun. Hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár versnað.

Ritstjórn
Peningastefnunefnd: Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar, Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur, Gylfi Zoëga, prófessor, Katrín Ólafsdóttir, lektor.
Aðsend mynd

„Nefndarmenn voru sammála um að tekist hefði að veita langtímaverðbólguvæntingum traustari kjölfestu sem gerði það að verkum að svigrúm væri fyrir hendi til að mæta efnahagssamdrættinum með slökun á taumhaldi peningastefnunnar,“ þannig hljómar niðurstaða fundarmanna á síðasta fundi peningastefnunefndar þann 26. og 27. ágúst sl., en fundargerðin var birt á vef seðlabankans í gær. 

Umræðan beindist fyrst að fjármálamörkuðum þar sem taumhald peningastefnunnar miðað við raunvextir höfðu aukist (um 0,1 prósentu) frá því í júní. Ávöxtunarkrafa á óverðtryggð ríkisbréf hafði lækkað um 0,2 prósentu og 0,1 prósentu á lengri verðtryggð ríkisbréf. Vaxtarmunur gagnvart útlöndum var óbreyttur nema mismunur langtímavaxta jókst lítillega. Væntingar markaðsaðila skv. könnun Seðlabankans breyttust lítið milli mælina og stóðu til þess að vextir myndu lækka um 25 punkta á þriðja fjórðungi og aftur 25 punkta undir lok árs. Hins vegar voru væntingar um vaxtarstig til eins og tveggja ára lægri eða 3,5%.  Útlánastofn lánakerfisins til innlendra aðila hafði stækkað um 9% milli ára á fjórðungnum; útlán til heimila um tæp 8% milli ára og 10% til atvinnufyrirtækja. 

Alþjóðleg efnahagsmál og utanríkisviðskipti voru næsta mál á dagskrá fundarinna en horfur í heimsbúskapnum höfðu versnað frá síðasta fundi. Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið færð lítillega niður og sjóðurinn telur líkur á að heimshagvexti sé ofspáð fremur en vanspáð. Álverð var 16,5% lægra en á sama tíma í fyrra, verð sjávarafurða var 6% hærra í erlendri mynt og olíverð hafði lækkað um 9% milli funda. Raungegni miðað’ við hlutfallslegt verðla var óbreytt eða 7% yfir meðaltali síðasta aldarfjórðungs en 16,5% undir því sem þ.að fór hæst í júní 2017. 

Þá beindi nefndi sjónum sínum að Innlendum þjóðarbúskapi. Vísbendingar voru á vinnumarkaði um meiri slaka; störfum fækkaði milli fjórðunga og atvinnuþátttaka dróst saman. Hægt hafi á fjölgun erlendra ríkisborgara og hægt hafði á útgáfu nýrra atvinnuleyfa. Launavístalan hækkaði um 2,1% milli fjórðunga en raunlaun voru 1,9% hærri en á sama tíma 2018. 

„Hratt hefur því dregið úr þeirri spennu sem myndaðist í þjóðarbúinu eftir mikinn vöxt efnahagsumsvifa undanfarin ár. Talið er að framleiðsluspennan sé u.þ.b. horfin og að smávægilegur slaki myndist í lok þessa árs. Þegar kemur fram á næsta ár tekur atvinnuleysi að minnka á ný og slakinn hverfur undir lok ársins,“ segir í fundargerðinni. 

Fram kom í umræðunni að rekja mætti það til þess að eftirspurn beindist í meira mæli að innlendri framleiðslu og vegi það upp á móti meiri samdrætti í ferðaþjónustu. „Nefndin tók mið af því að hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár hefðu hins vegar versnað þar sem útlit væri fyrir að það tæki ferðaþjónustuna lengri tíma að ná sér á strik eftir áföll ársins. Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hefðu einnig versnað og óvissa og svartsýni aukist,“ segir í fundargerðinni en voru nefndarmenn þó sammála um að fyrra mat á efnahagshorfum hefði ekki breytst til muna og að þrátt fyrir þá efnahagsskelli sem þjóðarbúið varð fyrir á fyrri hluta ársins væru horfur á að aðlögunin yrði nokkuð hófleg að öðru óbreyttu.