Eftir að Smáralindin var opnuð árið 2001 hafa tugþúsundir fermetra af nýju verslunarhúsnæði bæst við markaðinn. Eitt helsta verkefni leigusala og forsvarsmanna verslunarmiðstöðvanna á næstu misserum verður að „halda byggð í húsinu" en á sama tíma þurfa verslanir að draga saman seglin og loka óhagkvæmum einingum. Stærstu verslanafyrirtæki landsins hafa þannig lítið sem ekkert stokkað upp hjá sér hvað varðar fjölda verslana og hefur verið bent á mikinn fjölda stórra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að það sé ekkert launungarmál að menn hafi offjárfest í verslun. "Ég er þeirrar skoðunar að Korputorgið hafi verið viðbót við markaðinn sem átti ekki rétt á sér." Og hann tekur ennfremur sem dæmi að þegar best lét var svipað framboð af húsgögnum á okkar markaði og á öllum Kaupmannahafnarsvæðinu. "Þess vegna er ósköp eðlilegt að það verði hreinsun í þessum geira."

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu