Dohop tekur saman tölur yfir stundvísi nokkurra flugfélaga sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli. Í desember virtust flugfélögin eiga nokkuð erfitt með stundvísina, en aðeins um 54% flugs var á áætlun í desember. Icelandair var stundvísasta flugfélagið í mánuðinum, en 57% véla þeirra mættu og fóru á réttum tíma.

Af flugum EasyJet var hlutfall flugs á réttum tíma í desember 56%. Wowair stóð sig verst af þeim þremur flugfélögum sem Dohop skoðaði og einungis 47% flugs þeirra var tímanlega. Desember var því ekki góður mánuður fyrir flugfarþega eða flugfélög hvað stundvísi varðar, en heilt yfir var árið talsvert betra.

Til að mynda þá var EasyJet það flugfélag sem var hvað stundvísast, en heildarstundvísi þeirra árið 2016 var 72%. Fast á hæla þeirra fylgdu Icelandair með 67% heildarstundvísi árið 2016 og Wow air rak lestina, af þeim flugfélögum sem Dohop skoðaði, með 60% stundvísi.