Rúmlega þrítugur verðbréfamiðlari tapaði 4,9 milljörðum evra einn síns liðs þegar hann fór út fyrir hlutverk sitt og keypti framvirka samninga í evrópskum hlutabréfavísitölum. Þetta er eitt stærsta fjársvikamál sinnar tegundar í sögunni.

Société Générale segir að atvikið hafi verið „einangrað og einstakt“. Sérfræðingar eiga von á því að bankinn verði í kjölfarið eftirsóknarvert yfirtökuskotmark.

Jafnframt greindi Société Générale frá því að að bankinn þyrfti að afskrifa 2,05 milljarða evra vegna taps á fjármálagjörningum með tengsl við bandarísk undirmálslán. Af þessum sökum neyðist bankinn til þess að auka eigið fé sitt um 5,5 milljarða á næstu vikum.

Viðskipti með bréf í félaginu voru stöðvuð áður en franska kauphöllin opnaði í gærmorgun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér