Það eru engin markverð gögn sem benda til þess að SAS, sérsveit breska hersins, hafi átt þátt í dauða Díönu prinsessu af Wales og Dodi Al Fayed. Þetta eru niðurstöður bresku lögreglunnar Metropolitan.

Lögreglan fékk gögn í hendurnar í ágúst síðastliðinn um andlát parsins í bíl í París árið 1997. Þau gögn voru sögð benda til þess að herinn hefði átt þátt í andláti þeirra. Eftir að lögreglumenn höfðu farið yfir gögnin var talið að ekki væri ástæða til þess að hefja formlega rannsókn að nýju.

Niðurstöður rannsóknar sem lauk árið 2008 sýndi að ástæður andláts Díönu og Al Fayed mætti meðal annars rekja til „vanrækslu“ bílstjóra þeirra.