*

mánudagur, 27. september 2021
Erlent 29. janúar 2021 08:08

Ekki framleitt jafn fáa bíla síðan 1984

Tæplega 921 þúsund bílar voru framleiddir í Bretlandi á síðasta ári. Þriðjungs samdrátt í framleiðslu frá árinu áður.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Tæplega 921 þúsund nýjar bifreiðar voru framleiddar í Bretlandi á síðasta ári og er um að ræða þriðjungs samdrátt í framleiðslu frá árinu áður. Hafa ekki jaf fáar bifreiðar verið framleiddar í Bretlandi síðan árið 1984. BBC greinir frá.

Lokanir verksmiðja vegna kórónuveirufaraldursins og mikill samdráttur í eftirspurn eftir nýjum bílum sökum veirunnar er sögð helsta ástæða þessa mikla samdráttar í framleiðslu.

Með tilkomu bóluefnis gerir iðnaðurinn sér þó vonir um að yfirstandandi ár verði betra en það síðasta. Einnig hefur viðskiptasamningur sem Bretar lönduðu við ESB aukið bjartsýni, en 8 af hverjum 10 bílum sem framleiddir eru í Bretlandi eru fluttir til annarra landa.