*

laugardagur, 24. ágúst 2019
Innlent 4. júní 2013 21:10

Ekki fyrsta mál Bjarna sem er skoðað

Slitastjórn Glitnis er sögð hafa sent mál tengt hlutabréfakaupum Bjarna Ármannssonar til sérstaks saksóknara.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Bjarni Ármannsson.
Haraldur Guðjónsson

Skattamál embættis sérstaks saksóknara gegn Bjarna Ármannssyni, fyrrverandi forstjóra Glitnis, er ekki það fyrsta sem er undir smásjá embættisins. Aðalmeðferð í skattamálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en sérstakur saksóknari ákærði Bjarni fyrir að hafa vantalið tekjur sínar um 200 milljónir króna og meint skattaundanskot upp á 20 milljónir. Farið er fram á greiðslu allt að tíföldu undanskotinu og allt að sex ára fangelsi.

Hitt málið sem hefur verið til skoðunar hjá embætti sérstaks saksóknara snýr að fjármögnun Bjarna og annarra háttsettra stjórnenda Íslandsbanka á kaupum þeirra á hlutabréfum bankans í lok maí árið 2005. Um sama leyti seldi bankinn hlutabréf sín í tryggingafélaginu Sjóvá til Milestone og voru viðskiptin talin flokkast til innherjamála. M.a. er fjallað um viðskiptin í Rannsóknarskýrslu Alþingis.

DV sagði frá því á sínum tíma að slitastjórn Glitnis hafi sent málið til sérstaks saksóknara en það talið fyrnt þegar á reyndi og var rannsókninni hætt.