Ekki liggur fyrir að svo stöddu hver það er sem óskar eftir hluthafafundi hjá Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka en upplýsingar þar um fást ekki hjá félaginu.

Sem kunnugt er hefur verið send inn tilkynning til Kauphallarinnar um að eigendur 10% hlutafjár eða meira hafi óskað eftir hluthafafundi. Þegar grenslast var um það hjá félaginu hver hefði lagt fram þesa ósk og hve mikið hlutafé lægi þar að baki fengust þau svör að það væri ekki gefið upp að svo stöddu en að hér væri um að ræða málefni stjórnar félagsins.

Sem kunnugt er hafa verið mikil átök í stjórn félagsins og hefur verið skipt um varaformann stjórnar með skömmu millibili. Núverandi varaformaður stjórnar er Magnús Kristinsson en stjórnarformaður er Björgólfur Thor Björgólfsson.