„Það er algjörlega ómögulegt að segja eða spá um með einhverjum sannfæringarkrafti hvernig olíuverð mun þróast þegar horft er fram í næstu mánuði eða næstu ár,“ segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál, í samtali við Fréttablaðið .

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðingar mun halda fund í dag um þróun olíuverðs og verður Ketill annar framsögumanna á fundinum, en hinn framsögumaðurinn verður Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy.

Ketill segist munu reyna að sýna fram á að þessi lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu frá því í sumar geti varla staðist til lengdar. „En það er aftur á móti ómögulegt að segja hvort strax í vor verði olíuverðið búið að hækka aftur í 70 til 90 dollara eða hvort það taki nokkur ár,“ segir Ketill.