Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að í samtölum við embættismenn hafi hann sjá merki þess að þeir hafi ekki viljað útiloka að peningaþvætti til hryðjuverka hafi verið reynt hér á Íslandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari ráðherrans við fyrirspurn Morgunblaðsins .

Síðastliðinn fimmtudag lét Benedikt þau orð falla í síðdegisútvarpi Ríkisútvarpsins að dæmi væri til um að menn hefðu haldið að verið væri að senda peninga til Íslands til þess að þvo þá og gera heiðarlega til að nýta til vopnakaupa í hryðjuverkum eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá. Í gær var hins vegar greint frá því að embætti ríkislögreglustjóra byggi ekki yfir slíkum upplýsingum. Ummælin lét fjármálaráðherrann fjalla í umræðu um tillögur starfshópa um aðgerðir gegn skattsvikum og peningaþvætti.

Enn fremur segir í svari Benedikts að í skýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2014 komi fram að:

„[P]eningaþvættisskrifstofu ríkislögreglustjóra bárust 453 peningaþvættistilkynningar upp á sex milljarða króna það ár. Í skýrslum embættisins er ekki nefnt dæmi um að staðfest hafi verið um hryðjuverkaþvætti hafi verið að ræða, en í ársskýrslu peningaþvættisskrifstofu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2006 er bent á að með vaxandi alþjóðavæðingu og frelsi í fjármagnsflæði milli ríkja hafi peningaþvætti orðið alþjóðlegt vandamál í viðskiptum og stór þáttur í alþjóðlegri glæpastarfsemi, s.s. fíkniefnaviðskiptum og hryðjuverkum.“