Eiríkur Guðnason, bankastjóri Seðlabanka Íslands, segir að bankinn geri ekki ráð fyrir að reglubreytingar hans feli í sér miklar breytingar fyrir fjármálafyrirtæki, en þær komi til með að liðka fyrir viðskiptum. „Þarna léttum við t.a.m. bindiskyldu hjá þeim bönkum sem hafa útibú erlendis og það ætti til dæmis að auðvelda þeim að veita millibankalán hérna heima,“ segir Eiríkur. Þá er með breytingunni opnað meira fyrir veðlán í Seðlabankanum með sértryggðum bréfum.

„Með þessari breytingu er fyrirkomulagið þannig að við krefjumst þess ekki að útgefandinn hafi lánshæfismat og það hjálpar litlum stofnunum, sem ekki hafa slíkt mat,“ segir hann. „Þetta hvort tveggja liðkar til,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .