Greiðslumiðlun til og frá Bretlandi gengur nú greiðar en áður, að því er kemur fram í frétt Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn áréttar þó að hafa beri áfram í huga að greiðslur taka almennt lengri tíma að berast,  „áður en vandkvæðin komu upp fyrir um mánuði síðan," eins og segir í fréttinni.

Seðlabankinn bendir á að þeir sem þurfa að senda greiðslur í til Íslands gætu lent í erfiðleikum ef nöfn þeirra banka sem hafa lent í erfiðleikum séu nefnd á nafn: „Ef nefnd eru nöfn þeirra lánastofnana sem lent hafa í sérstökum erfiðleikum getur það tafið eða hindrað greiðslu."

Seðlabankinn áréttar að þeir sem hyggist senda greiðslur til Íslands í gegnum Seðlabanka Íslands noti nafn hans hjá National Westminster Bank í Bretlandi.