Seðlabankinn telur ekki rétt að að fleiri nýti sér yfirdráttarlán en áður. Bent er á það í Peningamálum Seðlabankans, að þótt vöxtur hafi mælst í yfirdráttarlánum heimilanna þá megi að stærstum hluta rekja það til endurflokkunar útlána í kjölfar samruna Kreditkort hf við Íslandsbanka. Ekki sé því um raunverulega aukningu að ræða.

Engu að síður er á það bent, að gengis og verðlagsleiðréttur útlánastofn heimila og fyrirtækja við lánastofnanir hafi hækkað lítillega á fyrstu níu mánuðum ársins.Í Peningamálum segir að hækkunin sé að mestu tilkomin vegna óverðtryggðra lána en hjá fyrirtækjum var hækkunin mest í verðtryggðum útlánum. Gengisbundin lán heimila og fyrirtækja hafa lækkað á móti.