Kate Middleton og Vilhjálmur Bretaprins eignuðust dreng í dag, 22. júlí. Fæðingin gekk vel að sögn talsmanns konungsfjölskyldunnar og heilsast móður og barni vel. Drengurinn var rúmar 15 merkur og fæddist kl. 16:24 að breskum tíma.

Kate Middleton, sem ber titilinn hertogaynjan af Cambridge, fæddist 9. janúar 1982. Hún ólst upp í Chapel Row í Buckleberry nálægt Newbury í Berkshire. Hún lærði listasögu við St. Andrewsháskóla í Skotlandi. Þar kynntust hún Vilhjálmi árið 2001.

Árið 2010 var tilkynnt að þau hyggðust giftast. Brúðkaupið var haldið þann 29. Apríl 2011 í Westminster Abbey.

Breska þjóðin hefur beðið spennt síðustu vikurnar en talið er að Kate hafi verið sett í kringum 13. júlí síðast liðinn.