Óumflýjanleg tímamót áttu sér stað í vikunni þegar tilkynnt var að Fidel Castro myndi ekki lengur gegna embætti forseta Kúbu. Þar með kveður þessi síðasti holdgervingur kalda stríðsins sjónarsviðið, tæplega hálfri öld eftir að hann leiddi þjóð sín í ánauð kommúnismans. Tæplega verður ályktað að frelsisvindar muni nú blása um kúbversku þjóðina þar sem Castro hefur boðað að ungviðið úr byltingunni muni taka við stjórnartaumum. Engum dylst að þar er átt við Raul, hinn 76 ára yngri bróðir Castros sem hefur leyst fráfarandi forseta af í veikindaleyfi hans. Þrátt fyrir að vinstri sinnaðir aðgerðasinnar kunni að sjá valdatíð El Comandante  í rómantísku ljósi þá er staðreynd málsins sú að fól og einræðisherra er að láta að störfum. Og enn hryggilegra er að áhrifa hans mun áfram gæta við stjórn landsins.

Nánar er fjallað um Castro í helgarblaði Viðskiptablaðsins.