Á sama tíma og íslensku olíufélögin hækka eldsneytisverð stórlega, vegna aukinnar gjaldtöku ríkisins, þá hefur heimsmarkaðsverð á olíu fallið umtalsvert.

Í síðustu viku var verðið komið vel yfir 71 dollar á tunnu, en hefur nú hrapað niður fyrir 63 dollara.

Hjá Brent í London var verðið fyrir nokkrum mínútum skráð á 62,95 dollara tunnan og á NYMES í New York var verðið á sama tíma 62,65 dollarar á tunnu. Virðist verðið enn vera á niðurleið, en hérlendis er bensínverið að síga í 200 krónur á lítrann og stendur nú í um 185 krónum í sjálfsafgreiðslu á flestum bensínstöðvum og dísilolían er á  tæplega 180 krónur lítrinn.