Birtingahúsið hefur ráðið til sín tvo nýja starfsmenn, þær Elfu Sif Logadóttur og Írisi Arnardóttur.

Elfa Sif Logadóttir hefur hafið störf hjá Birtingahúsinu sem sérfræðingur í netmarkaðsmálum með áherslu á efnismarkaðssetningu, samfélagsmiðla og stafræna PR-vinnu.

Elfa Sif hefur mikla reynslu af auglýsinga- og markaðsmálum en hún hóf feril sinn á sínum tíma hjá Birtingahúsinu og snýr nú aftur eftir að hafa m.a starfað sem viðskiptastjóri hjá Hvíta húsinu, verkefnastjóri hjá MMR, rannsóknastjóri hjá Skjá Einum og hugmynda- og textasmiður hjá Kontor Reykjavík.

Elfa Sif er með BA í félagsfræði og viðbótardiplóma í afbrotafræði frá Háskóla Íslands.

Íris Arnardóttir kemur til starfa hjá Birtingahúsinu sem birtingafulltrúi og vinnur við gerð birtingaáætlana. Íris starfaði áður sem samfélagsmiðlafulltrúi hjá Nordic Photos og sem ferðaráðgjafi hjá HEY Iceland.

Íris er með BA í þjóðfræði frá Háskóla Íslands og hún hefur einnig lokið kvikmyndatækni frá Kvikmyndaskóla Íslands.