Gos er hafið í Eyjafjallajökli og verið  er að rýma svæði í Fljótshlíð og undir Eyjafjöllum.

Kristján F. Kristjánsson íbúi í Kirkjulækjarkoti segir bjarma og mikinn mökk stíga upp af norðausturhorni Eyjafjallajökuls og bjóst hann við að aska færi að falla hjá honum innan skamms enda stendur  vindur af gosstöðvunum yfir Fljótshlíðina.

„Við sáum vel gossprunguna núna áðan, en nú hverfur hún að mestu að því er virðist í reykjamökk."

Kristjáns sagðist ætla að sjá aðeins til hvort hann færi á brott með fjölskyldu sína, en byggðin í Kirkjulækjarkoti stendur mjög hátt er því ekki í hættu ef flóð verða í Markarfljóti.