Ellefu manns eru látnir í miklu vetrarverði á stórum svæðum í norðausturhluta Bandaríkjanna. Óvenjumikið frost og fannfergi fylgir storminum en frost hefur víða farið niður fyrir 20 gráður.

Síðan á miðvikudaginn hefur 4000 flugum verið aflýst, skólum hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig heima og alls ekki teppa vegi þar sem snjómokstur er í forgangi.

Bill de Blasio, nýr borgarstjóri New York borgar, hefur lofað starfsmenn borgarinnar fyrir hetjuleg störf við að moka og halda almenningssamgöngum að hluta til opnum.

Í Kanada hefur veðrið einnig sett samgöngur úr skorðum og raskað daglegu lífi fólks. Í Toronto fór frostið niður í 24 gráður en ekki hefur verið kaldara í borginni í 9 ár. Víða hefur frost farið niður í 35 gráður í óveðrinu. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC.