*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 10. maí 2020 13:05

Elsta flugfélag landsins aldrei greitt arð

Flugfélagið Ernir fagnar 50 ára afmæli. Bjóða á Íslendingum tilboð í sumar í tilefni afmælisins.

Ingvar Haraldsson
Hörður Guðmundsson, hefur staðið í brúnni hjá Erni í hálfa öld.
Haraldur Guðjónsson

Ég stofnaði fyrirtækið með öðrum þegar ég var of ungur til að vita hvað ég var að fara út í,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernir sem fagnar 50 ára afmæli í júní. Hann bendir á að félagið hafi verið rekið á sömu kennitölunni frá stofnun árið 1970. „Þetta er elsta starfandi flugfélag á Íslandi. Öll önnur flugfélög hafa skipt um nafn og kennitölu síðan þá,“ segir Hörður.

Sjá einnig: Viljum helst bjarga okkur sjálf

„Okkur hefur oftast nær gengið þokkalega. Þó að þetta sé ekki gróðafyrirtæki höfum við náð með útsjónarsemi og mikilli vinnu að halda þessu á floti. Það hefur aldrei verið borgaður út arður til hluthafa heldur eru menn á launum og fyrirtækið er látið njóta góðs af því ef eitthvað er.“

Flug á afslætti í tilefni afmælis

Ferðamenn hafa verið nokkur hluti af viðskiptavinum Ernis yfir sumarmánuðina. Flugfélagið hefur boðið upp á dagsferðir og selt leiguflug til erlenda ferðamanna og ferðaskrifstofa. Hann eigi ekki von á að ferðamenn skili sér í sumar þótt einhverjar ferðaskrifstofur hafi enn ekki afbókað ferðir í lok sumars. Vegna fækkunar ferðamanna myndist svigrúm fyrir Íslendinga. Því ætli félagið að bjóða tvo flugmiða á verði eins sem og 50% afslátt af flugferðum í tilefni af 50 ára afmælinu. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér