Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard og Poor's lækkaði í gær lánshæfi elsta banka heims í ruslflokk eða í flokkinn BBB-.

Banca Monte dei Paschi di Siena  var stofnaður árið 1472 og er þriðji stærsti banki Ítalíu, á eftir Uni Credit and Intesa Sanpaolo.

Bankinn hefur tapað gríðarlegum fjárhæðum á ítölskum ríkisskuldabréfum á síðustu misserum. Erfitt efnahagsástand á Ítalíu hefur einnig sett strik í reikninginn auk yfirtöku bankans á Banca Antonveneta árið 2008.