Elsti hlutabréfamiðlari í heimi heldur upp á 106 ára afmæli sitt í næstu viku, en Irving Kahn hefur sýslað með hlutabréf í New York frá árinu 1928, ári fyrir upphaf kreppunnar miklu. Hann stýrir núna ráðgjafar- og miðlunarfyrirtækinu Kahn Brothers Group, sem hann stofnaði með sonum sínum tveimur, Thomas og Alan, árið 1978.

Fyrirtækið er með um 700 milljónir dala í stýringu. Irving er ekki bara í óvirkri skrautstöðu í fyrirtækinu, heldur tekur hann mjög virkan þátt í stjórn og starfsemi fyrirtækisins, að sögn Thomas.

Fyrstu viðskipti Irving var skortsala á hlutabréfum sumarið 1929, aðeins nokkrum mánuðum áður en hlutabréfamarkaðurinn bandaríski hrundi í október það ár. Systkinin Irving, Helen og Peter voru líka elstu systkini í heiminum. Peter er 101 árs gamall og Helen lést í ár, skömmu fyrir 110 ára afmæli sitt.