Flugfélagið Emirates hefur undanfarið kannað möguleika á að bæta Íslandi við leiðakerfi sitt, sem nær yfir 138 áfangastaði í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu, Afríku, Asíu og Ástralíu. Viðskiptamogginn greinir frá þessu.

Í frétt Viðskiptamoggans segir að fulltrúar fyrirtækisins hafi átt fundi með fyrirtækjum sem koma að innviðum fluggeirans á Íslandi. Þó hafi Isavia og flugfélagið, samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk frá frá Isavia, ekki átt fundi vegna þessa.