(Fréttin birtist fyrst á vb.is klukkan 17:00 í gær)
Gengi bréfa Woolworths hækkaði í gær um 6,2% vegna orðróms um að breska bóka- og ritfangaverslunin WH Smith hefði áhuga á að taka yfir félagið.

Hins vegar sagði heimildarmaður DowJones-fréttastofunnar að Baugur hafi verið að selja í French Connection til að kaupa bréf í Woolworths.

Heimildarmenn Viðskiptablaðsins sögðu í síðustu viku Baug ekki hafa verið að kaupa í félaginu, en orðrómur um áhuga Baugs varð til verulegrar hækkunar á bréfunum þá.

(Í dag hefur ASDA-verslunarkeðjan einnig verið orðuð við Woolworths, og sérfræðingar á fjármálamarkaði í Bretlandi telja að það geti einnig verið ástæðan fyrir hækkuninni í gær.)