Fasteignamarkaður - Myndir
Fasteignamarkaður - Myndir
© BIG (VB MYND/BIG)
Endurskipulagning skulda heimila er nokkuð vel á veg komin samkvæmt Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Um 20% útlána til heimila eru í vanskilum en tæpur helmingur þeirra er kominn í innheimtu eða gjaldþrot og hinn helmingurinn er í endurskipulagningarferli. Um afganginn, sem eru nokkur prósent, ríkir enn óvissa. Einnig virðast skuldir heimila sem hlutfall af hreinni eign og ráðstöfunartekjum vera að minnka.

"Hins vegar er meira verk enn óunnið hjá fyrirtækjunum: um 45% lána stóru viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja eru í vanskilum en um helmingur þeirra er í endurskipulagningarferli. Fjárhæð vanskila hefur lítillega lækkað þótt vanskilahlutfallið hafi lítið breyst að undanförnu, og skýrist m.a. af því að útlán hafa einnig dregist saman. Skuldsetning fyrirtækja er enn mjög mikil og í lok mars 2011 var hún metin um 243% af vegri landsframleiðslu, sem er talsvert hærra en t.d. á Evrusvæðinu (um 98% í lok 2010) og í Bandaríkjunum (um 75% í lok 2010)," segir í Þjóðhagsspánni.